VÖRUBÍLASTÖÐIN ÞRÓTTUR
Starfsfólk Þróttar
Elías Pétursson, framkvæmdastjóri - elias@throttur.is
Þóra Skúladóttir, skrifstofustjóri – thora@throttur.is
Hanna Kjartansdóttir, bókari – hanna@throttur.is
Þórarinn Hafdal, umsjónarmaður efnissölu og eigna – toti@throttur.is
Stjórn Vörubílastöðvarinnar Þróttar hf.
Friðrik Ámundason
Einar Júlíusson
Ragnar Ólafsson
Saga Þróttar
Stofnun Vörubílstöðvarinnar Þróttar má rekja aftur til 9.apríl árið 1931 er vörubílstjórar í Reykjavík sameinuðust í einu stéttarfélagi og ákváðu að reka sameiginlega eina vörubílastöð í Reykjavík.
Vörubílstjórafélagið Þróttur er elsta félag sinnar tegundar hérlendis og um leið hið langstærsta. Félagið er með starfsaðstöðu sína á tæplega þriggja hektara lóð við Sævarhöfða í Reykjavík, þar sem bílstjórar hafa aðstöðu fyrir tæki sín og tól.
Saga Þróttar og félagatal áranna 1931 til 1987, skráð af Ingólfi Jónssyni frá Prestbakka, kom út í bókinni Maður og Bíll, sem var gefin út af félaginu árið 1987.
Bókin er hafsjór af fróðleik um baráttu manna er stóðu í flutningum og verklegum framkvæmdum með frumstæðum tækjum á okkar tíma mælikvarða, sem þó mörkuðu tímamót í sögu þjóðarinnar. Þar er sagan rakin í stuttu máli allt frá landsnámsöld og fram á níunda áratug síðustu aldar og um leið greint frá þeim vinnuaðferðum sem beitt hefur verið.