Skip to main content Skip to footer

VÖRUBÍLASTÖÐIN ÞRÓTTUR

Starfsfólk Þróttar​

Elías Pétursson, framkvæmdastjóri - elias@throttur.is

Þóra Skúladóttir, skrifstofustjóri – thora@throttur.is

Hanna Kjartansdóttir, bókari – hanna@throttur.is

Þórarinn Hafdal, umsjónarmaður efnissölu og eigna – toti@throttur.is

 

Stjórn Vörubílastöðvarinnar Þróttar hf. 

Friðrik Ámundason 

Einar Júlíusson 

Ragnar Ólafsson 

 

Saga Þróttar

Stofnun Vörubílstöðvarinnar Þróttar má rekja aftur til 9.apríl árið 1931 er vörubílstjórar í Reykjavík sameinuðust í einu stéttarfélagi og ákváðu að reka sameiginlega eina vörubílastöð í Reykjavík. 

Vörubílstjórafélagið Þróttur er elsta félag sinnar tegundar hérlendis og um leið hið langstærsta. Félagið er með starfsaðstöðu sína á tæplega þriggja hektara lóð við Sævarhöfða í Reykjavík, þar sem bílstjórar hafa aðstöðu fyrir tæki sín og tól. 

Saga Þróttar og félagatal áranna 1931 til 1987, skráð af Ingólfi Jónssyni frá Prestbakka, kom út í bókinni Maður og Bíll, sem var gefin út af félaginu árið 1987. 

Bókin er hafsjór af fróðleik um baráttu manna er stóðu í flutningum og verklegum framkvæmdum með frumstæðum tækjum á okkar tíma mælikvarða, sem þó mörkuðu tímamót í sögu þjóðarinnar. Þar er sagan rakin í stuttu máli allt frá landsnámsöld og fram á níunda áratug síðustu aldar og um leið greint frá þeim vinnuaðferðum sem beitt hefur verið. 

 

Samþykkja fótspor

Þetta vefsvæði notar vefkökur (e. cookies) til að bæta upplifun notenda og greina umferð um vefsvæðið. Sjá nánar hér.